NONNAHÚS

Nonnahús

Flýtilyklar

Saga safnsins

Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1949. Fljótlega kom upp sú hugmynd að heiðra minningu hins þekkta rithöfundar og jesúítaprests Jóns Sveinssonar, Nonna. Bernskuheimili Nonna, Aðalstræti 54 var orðið mjög hrörlegt og lá undir skemmdum og ákváðu Zontakonur að reyna að eignast húsið. Varð úr að þáverandi eigendur hússins Sigríður Davíðsdóttir og Zóphónías Árnason gáfu Zontaklúbbnum húsið árið 1952.
Hófust þá miklar framkvæmdir við að koma húsinu í sitt fyrra horf. Zontakonur lögðu á sig mikla vinnu og unnu baki brotnu við að koma minningarsafni um Jón Sveinsson á fót. Ýmsir lögðu málefninu lið, ríki og bær, Kea, kaþólska kirkjan, Haraldur Hannesson auk fjölmargra annarra.

Árið 1957 á afmælisdegi Nonna 16. nóvember var safnið opnað og hefur það verið starfrækt æ síðan. Zontakonur sáu um rekstur þess allt til ársins 2008 þegar þær færðu Akureyrabæ það að gjöf. Minjasafnið á Akureyri sér nú um rekstur safnsins.

Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf